Dejan Lovren, leikmaður Króatíu, var alls ekki hrifinn af leikstíl franska landsliðsins í gær er liðin áttust við í úrslitum HM.
Frakkar höfðu betur með fjórum mörkum gegn tveimur en Lovren var alls ekki á því máli að sú úrslit væru sanngjörn.
Þeir Eden Hazard og Thibaut Courtois, leikmenn Belgíu, höfðu áður gagnrýnt leikstíl Frakklands.
Lovren tekur undir þau ummæli og segir að franska liðið hafi ekki viljað spila fótbolta í gær.
,,Við vorum betri í leiknum. Frakkland spilaði ekki fótbolta,“ sagði Lovren eftir leikinn.
,,Þeir voru með eitt leikplan og þú verður að virða það. Þeir biðu eftir tækifærinu og skoruðu. Þeir spiluðu alla leiki þannig.“
,,Ég er vonsvikinn því við töpuðum leiknum en spiluðum mun betri fótbolta en þeir gerðu.“