Íslenska landsliðið keppti eins og flestir vita á HM í sumar en liðið tók þátt í fyrsta sinn í sögunni.
Ísland datt úr leik í riðlakeppninni eftir tap gegn bæði Króatíu og Nígeríu. Ísland gerði þó jafntefli við Argentínu í fyrsta leik.
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að íslensku stuðningsmennirnir voru í dag valdir þeir bestu í Rússlandi.
Stuðningurinn í leikjum Íslands var oft magnaður og minnti á frábæra tíma í Frakklandi fyrir tveimur árum á EM.
Eurosport stóð fyrir kosningu á dögunum þar sem bestu stuðningsmenn mótsins voru valdir.
Ísland hafnaði í fyrsta sætinu fyrir ofan bæði Perú og Nígeríu sem komu þar á eftir.
England var svo í fjórða sæti listanns en ensku stuðningsmennirnir gáfu allt í sölurnar eftir góða frammistöðu. Liðið hafnaði í fjórða sæti.
Við óskum Íslendingum innilega til hamingju með þetta verðskuldaða val.