Paul Pogba, leikmaður Frakklands, var af og til gagnrýndur fyrir sína frammistöðu á HM í Rússlandi.
Pogba og félagar fögnuðu sigri í mótinu í dag með því að leggja Króatíu af velli, 4-2.
Pogba skoraði mark í leiknum og þótti spila mjög vel. Hann hefur væntanlega þaggað aðeins niður í gagnrýnisröddunum.
Zlatan Ibrahimovic, fyrrum samherji Pogba, hefur komið vini sínum til varnar en hann birti færslu á Twitter í kvöld.
Þar birti Zlatan mynd af Pogba með heimsmeistarabikarinn og eru orð hans mjög einföld.
,,Leyfið þeim að tala eins og þeir vilja en leikurinn talar fyrir sig sjálfur,“ skrifaði Zlatan.
Færsluna má sjá hér.
Let them talk but the game speaks for itself @paulpogba #pogcup #myapprentice #congratsfrance pic.twitter.com/CzM0Am7fxj
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) 15 July 2018