Frakkland er komið yfir í úrslitaleik HM en liðið leikur við Króatíu þessa stundina, staðan er 1-0 fyrir Frökkum.
Það var Mario Mandzukic sem kom Frökkum yfir en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Króata.
Það er alls ekki algengt en Mandzukic varð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora sjálfsmark í úrslitaleik mótsins.
Mandzukic gat ekki mikið gert öðruvísi en hann reyndi að skalla knöttinn burt eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann en náði ekki almennilega til hans.
Mandzukic er þekktur fyrir það að skora mörk og er nú sá fyrsti í sögunni til þess að gera sjálfsmark í úrslitum HM.