Kylian Mbappe var frábær fyrir landslið Frakklands á HM í sumar en hann er aðeins 19 ára gamall.
Mbappe er leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann vakti fyrst athygli með Monaco árið 2015.
Mbappe fagnaði sigri á HM með Frökkum í dag en liðið vann 4-2 sigur á Króatíu í úrslitaleiknum.
Mbappe átti mjög gott mót en hann skoraði þrjú mörk í keppninni og þótti ávallt bjóða upp á góða frammistöðu.
Framherjinn var verðlaunaður fyrir sína frammistöðu og var valinn besti ungi leikmaður mótsins.
Eftir leikinn fékk Mbappe koss frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, er verðlaunaafhendingin fór fram.
Mynd af því má sjá hér.