Það eru fáir jafn ánægðir og Frakkar þessa stundina eftir sigur Frakklands á HM í Rússlandi í dag.
Frakkland lagði Króatíu 4-2 í fjörugum úrslitaleik og er heimsmeistari líkt og árið 1998.
Það var mikið fagnað í stúkunni á leiknum í dag og var forseti Frakklands, Emmanuel Macron, staddur þar til að sjá sína menn.
Macron missti sig á Luzhniki vellinum í dag eftir lokaflautið en hann er mikill knattspyrnuaðdándi.
Macron stóð og upp og dansaði og öskraði eftir að úrslitin urðu ljós og er væntanlega mjög stoltur af sínum mönnum.
Mynd af atvikinu má sjá hér.