Króatar eru búnir að jafna metin gegn Frökkum en liðin eigast við í úrslitaleik HM.
Frakkar komust yfir á 18. mínútu leiksins er framherjinn Mario Mandzukic gerði sjálfsmark.
Það tók Króata ekki langan tíma að jafna en Ivan Perisic kom boltanum í netið með fínu skoti innan teigs.
Skot Perisic kom aðeins við í varnarmanni Frakka og fór þaðan í netið og átti Hugo Lloris ekki möguleika.
Hér má sjá markið.
GOOOOOOOOOOAL PERISIC BANGER!!! BRILLIANTLY WORKED FREE-KICK ???? #FRACRO #WorldCupFinal pic.twitter.com/XvRcJOOFnE
— World Cup (@FIFAWCGoals) 15 July 2018