Frakkar fengu dæmda vítaspyrnu í úrslitaleik HM í dag en liðið leikur nú gegn Króatíu.
Boltinn fór í hönd Ivan Perisic eftir hornspyrnu og eftir að hafa skoðað atvikið dæmdi dómari leiksins víti.
Sérfræðingar eru sammála um það að dómurinn hafi verið rangur og að Perisic hafi ekkert getað gert öðruvísi.
Mark Clattenburg, fyrrum dómari á Englandi, segir að dómurinn hafi verið rangur og að hendur Perisic hafi verið í eðlilegri stöðu.
Roy Keane, Gary Neville og Lee Dixon tóku undir með Clattenburg í setti ITV. Hér má sjá hvað þeir höfðu að segja.
Mark Clattenburg: Hendurnar eru í eðlilegri stöðu og hann reynir ekki að ná til boltanns. Þetta er ekki víti.
Roy Keane: Þessi ákvörðun er ógeðsleg. Ég er bálreiður.
Gary Neville: Dómarinn hefur örugglega aldrei spilað leikinn.
Lee Dixon: Það á aldrei að dæma vítaspyrnu á þetta.