Jorge Sampaoli er ekki lengur landsliðsþjálfari Argentínu en þetta var staðfest í kvöld.
Argentínska knattspyrnusambandið gaf frá sér tilkynningu þar sem greint var frá að Sampaoli væri hættur.
Þessi 58 ára gamli þjálfari tók við á síðasta ári en frammistaða Argentínu á HM var ekki upp á marga fiska.
Argentína gerði 1-1 jafntefli við Ísland í fyrsta leik riðlakeppninnar og tapaði svo stórt gegn Króatíu 3-0.
Margir kölluðu eftir því að Sampaoli fengi sparkið en ákvörðun hans og Argentínu er sameiginleg.
Sampaoli stoppaði því stutt í heimalandinu en hann var áður þjálfari Sevilla í eitt tímabil.