Mario Mandzukic átti gott heimsmeistaramót með Króatíu í sumar er liðið komst alla leið í úrslitin.
Mandzukic spilar með Juventus á Ítalíu en stóð sig virkilega vel með Bayern Munchen fyrir það.
Stefan Effenberg, fyrrum leikmaður Bayern, skilur engan veginn af hverju félagið ákvað að selja hann árið 2014.
,,Ég hef aldrei skilið það af hverju Bayern ákvað að selja hann,“ sagði Effenberg við T-Online.
,,Mandzukic er einn af þremur bestu framherjum heims að mínu mati. Hann vinnur fyrir liðið og skoraði gott mark gegn Englandi.“
,,Ef hann væri ekki svona gamall þá myndi hann kosta 200 milljónir evra. Ég myndi taka hann fram yfir Neymar, hann er tíu sinnum betri.“