Það hefur ekki farið framhjá neinum að Frakkland tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Rússlandi í dag.
Frakkar unnu góðan sigur á Króötum 4-2 en liðið spilaði mjög vel á mótinu og tapaði ekki leik.
Adil Rami var partur af franska landsliðshópnum á HM en hann hefur nú gefið það út að landsliðsskónir séu komnir upp í hillu.
Rami spilaði ekki mínútu með Frökkum á mótinu en hann verður 33 ára gamall í lok árs.
Rami á að baki 35 landsleiki fyrir Frakka en hann er leikmaður Marseille í heimalandinu.