Heimsmeistaramótinu í Rússlandi er nú lokið en úrslitaleikurinn fór fram í dag og unnu Frakkar sigur á Króötum.
Margir eru á því máli að þetta HM hafi verið eitt það besta í sögunni en við fengum frábært fjör í mánuð.
Ísland tók á meðal annars þátt í keppninni en strákarnir duttu úr leik í riðlakeppninni.
Geir Þorsteinsson, fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ, setti inn Twitter-færslu í dag þar sem hann gerir upp mótið.
Geir segir að mótið hafi verið virkilega skemmtilegt og hrósar Rússum fyrir frábæra umgjörð.
Geir nefnir að það sé auðvitað jákvætt að Ísland hafi tekið þátt en vissulega fylgdu frammistöðunni ákveðin vonbrigði.
Hér má sjá færslu Geirs.
Stutt HM 2018 uppgjör
Ísland með
en .. vonbrigði
Skemmtilegt mót
Margir frábærir leikir
Frakkland vann: Best allra
Dómgæslan góð með VAR
Rússland á heiður skilinn fyrir
frammistöðu og framkvæmd alla— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) 15 July 2018