Það er ekki mikið sem kemur á óvart ef skoðað er byrjunarlið Frakklands og Króatíu á HM í dag.
Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram eftir um klukkutíma en byrjunarliðin voru að detta í hús.
Bæði lið eru ekkert að breyta fyrir úrslitin og stilla upp sömu liðum og í undanúrslitunum.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Frakkland: Lloris; Pavard, Varane, Umtiti, Lucas Hernández; Pogba, Kanté, Matuidi; Mbappé, Giroud, Griezmann.
Króatía: Subasic, Vrsaljko, Lovren, Vida, Strinic, Rakitic, Brozovic, Modric, Perisic, Rebic, Mandzukic.