Kylian Mbappe hefur verið frábær með Frakklandi á HM í sumar en liðið leikur til úrslita á sunnudag.
Frakkar mæta þá Króatíu í úrslitaleiknum og verður Mbappe í byrjunarliði franska liðsins.
Mbappe verður þá aðeins þriðji táningurinn í sögunni til að spila í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.
Mbappe er enn aðeins 19 ára gamall en hann fagnar tvítugsafmæli sínu í desember á þessu ári.
Mbappe kemst í hóp með Pele, goðsögn Brasilíu og Giuseppe Bergomi, fyrrum bakvarðar Ítalíu.
Pele spilaði í úrslitum HM 1958 fyrir Brasilíu og varð fyrsti táningurinn til að ná þeim árangri.
Bergomi spilaði í hægri bakverði Ítalíu er liðið fagnaði sigri á HM 1982 eftir sigur á Vestur Þýskalandi.