Króatía á möguleika á að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á morgun er liðið mætir Frakklandi.
Króatar eru með mjög sterkt landslið en fáir bjuggust við því að liðið myndi fara alla leið á mótinu í sumar.
Ivan Rakitic, miðjumaður Króata, hefur spilað vel fyrir liðið í keppninni hingað til og mun byrja leikinn á morgun.
Rakitic er svo stoltur af árangri Króata og er reiðubúinn að gera mikið ef liðinu tekst að vinna mótið.
Rakitic ræddi við FourFourTwo og segist vera tilbúinn að fá sér húðflúr á ennið af heimsmeistarabikarnum ef liðið vinnur keppnina.
,,Ef við vinnum mótið þá mun ég fá mér húðflúr hérna,“ sagði Rakitic og benti á ennið á sér.