Miðjumaðurinn Mikel Merino hefur yfirgefið Newcastle United á Englandi og er farinn heim til Spánar.
Þetta var staðfest í dag en Merino skrifaði undir samning við Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni.
Merino er 22 ára gamall miðjumaður en hann gekk í raðir Newcastle fyrir síðasta tímabil og spilaði 24 deildarleiki.
Merino var áður á mála hjá Borussia Dortmund en hann fór þangað eftir dvöl hjá Osasuna þar sem hann er uppalinn.
Sociedad borgar um 12 milljónir evra fyrir Merino sem var einnig orðaður við lið Sevilla.