Jean Michael Seri hefur skrifað undir samning við lið Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti enska félagið í dag en Seri gerir fjögurra ára samning á Craven Cottage.
Chelsea, Barcelona og Juventus hafa öll sýnt Seri áhuga en hann vildi fara til nýliða ensku úrvalsdeildarinnar.
Seri spilaði áður með Nice í Frakklandi en hann kostar Fulham 18 milljónir punda.
Seri er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar en hann hefur undanfarin fimm ár leikið í Frakklandi.