Það ætlar ekkert að ganga upp hjá framherjanum Andy Carroll sem spilar með West Ham United á Englandi.
Meiðsli hafa margoft sett strik í reikninginn hjá Carroll á ferlinum og spilaði hann aðeins 16 deildarleiki á síðasta tímabili.
Carroll lék með West Ham í æfingaleik gegn FC Winterthur á dögunum og skoraði í 3-2 tapi.
Carroll meiddist á ökkla í þeim leik og þarf nú að fara í aðgerð sem heldur honum frá keppni næstu þrjá mánuðina.
Winston Reid, varnarmaður West Ham, þarf þá einnig að hafa í aðgerð eftir að hafa meiðst á hné á síðasta tímabili.
Reid mun einnig missa af byrjun næsta tímabils og mun ekki spila næstu þrjá mánuðina líkt og Carroll.