Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
West Ham hefur boðið 17,5 milljónir punda í sóknarmanninn Andriy Yarmolenko hjá Borussia Dortmund. (Sky)
West Ham er einnig að tryggja sér Jack Wilshere á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Arsenal. (Mirror)
Manchester United er tilbúið að borga 40 milljónir punda fyrir Hirving Lozano, leikmann PSV og Mexíkó. (Turromercatoweb)
Lionel Messi gæti komið í veg fyrir að Barcelona kaupi Willian frá Chelsea en hann vill ekki fá leikmanninn til félagsins. (MEN)
Kylian Hazard, yngri bróðir Eden Hazard, er á reynslu hjá hollenska félaginu VVV Venlo. (Goal)
Manchester United horfir til Noregs en félagið fylgist með 17 ára gömlum framherja hjá Molde, Erling Haaland. (Mail)
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, trúir því enn að Nabil Fekir muni spila með liðinu á næstu leiktíð. (Goal)