Dimitri Payet er ekki vinsælasti maðurinn hjá West Ham í dag eftir að hafa yfirgefið félagið í byrjun 2017.
Payet stóð sig virkilega vel með West Ham áður en hann heimtaði að fá að fara heim til Marseille á ný.
Payet gerði allt vitlaust hjá félaginu er sagðist vilja fara heim en félagið hafði ekki byrjað tímabilið vel. Hann fór svo langt að neita að spila fyrir liðið.
Blaðamaðurinn Jacob Steinberg hjá the Guardian segir nú að West Ham hafi verið boðið að kaupa Payet aftur í sumar.
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, er aðdáandi Payet og er að íhuga að bjóða í leikmanninn sem myndi kosta 25 milljónir punda.
Steinberg segir að þessar fréttir komi á óvart en að Payet sé ánægður í Frakklandi.
Stuðningsmenn West Ham eru margir tilbúnir að fyrirgefa Payet ákveði hann að snúa aftur en hann lék þar frá 2015 til 2017.