Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, íhugar að leggja fram tilboð í Xherdan Shaqiri, leikmann Stoke. (Sun)
Argentína vill fá Pep Guardiola til að taka við landsliðinu eftir slaka frammistöðu á HM í Rússlandi. (AS)
Unai Emery, stjóri Arsenal, er tilbúinn að selja leikmenn til að fjármagna kaup á miðjumanni Barcelona, Andre Gomes. (Independent)
Everton hefur haft samband við Barcelona vegna varnarmannsins Yerry Mina sem var frábær á HM. (Echo)
Ben Foster, markvörður West Bromwich Albion, er að skrifa undir samning við Watford. (Mirror)
West Ham og Everton vilja bæði fá varnarmanninn Gian Marco Ferrari sem spilar með Sassuolo á Ítalíu. (Corriere dello Sport)
Newcastle þarf að borga metfé ef félagið vill fá framherjann Alassane Plea frá Nice. (Northern Echo)