Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
Wolves reynir að krækja í Juan Quintero, miðjumann Porto, sem hefur átt gott HM með Kólumbíu. Tottenham hefur einnig áhuga. (Mirror)
Aleksandr Golovin verður fyrstu kaup Maurizio Sarri sem tekur við liði Chelsea í vikunni. Hann kostar 27 milljónir punda og kemur til liðsins frá CSKA Moskvu. (Sun)
Fulham og West Ham eru bæði að reyna að næla í Alassane Plea, 25 ára gamlan framherja Nice í Frakklandi. (Sun)
Newcastle íhugar að bjóða í vængmanninn Andros Townsend sem er á mála hjá Crystal Palace. (Telegraph)
Lazio hefur hafnað risatilboði Juventus í miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic en Juventus var reiðubúið að borga 89 milljónir punda fyrir leikmanninn og myndi Lazio einnig fá Rodrigo Bentancur á móti. (Tuttosport
Stuttgart ætlar ekki að selja bakvörðinn Benjamin Pavard sem hefur átt frábært HM með Frakklandi til þessa. (Stuttgarter Nachritchten)