Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
Chelsea hefur hafnað tilboði Barcelona í vængmanninn Willian en spænska félagið er tilbúið að borga 50 milljónir punda. (Mail)
Simon Mignolet mun ræða við Liverpool eftir HM í Rússlandi og vill vita hvort hann fái tækifæri á næstu leiktíð. (Guardian)
Everton boðið í Domagoj Vida, leikmann Besiktas og má Davy Klaassen fara til Tyrklands á móti. (AMK)
Sam Allardyce segir að Ruben Loftus-Cheek eigi að yfirgefa Chelsea eins fljótt og hægt er fái hann ekki tækifæri í liðinu. (Star)
Timothy Fosu-Mensah vill ekki yfirgefa Manchester United fyrir lið Valencia á Spáni. (Sport Witness)
West Ham er í viðræðum við Inter Milan en félagið vill fá hinn 31 árs gamla Antonio Candreva. (TurroMercatoWeb)
Fulham reynir að klára kaup á Aleksandar Mitrovic, framherja Newcastle. (Times)
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, býst ekki við að félagið geti fengið framherjann Danny Ings frá Liverpool í sumar. (StaR)
Stoke City hefur áhuga á að næla í varnarmanninn Ashley Williams sem spilar fyrir Everton. (Guardian)