Sigurður Óli Þorleifsson, sölustjóri hjá Ísfell og knattspyrnudómari, hætti fyrir þremur árum sem sérhæfður aðstoðardómari FIFA.
Síðastliðinn miðvikudag, 20. júní, settist hann hins vegar í fyrsta sinn á forsetastól, sem forseti Bæjarstjórnar Grindavíkur, en þá var fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar haldinn. Sigurður Óli var oddviti Framsóknarfélags Grindavíkur í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og mun örugglega láta til sín taka með glæsibrag á nýjum leikvelli.