Paris Saint-Germain í Frakklandi er sagt hafa áhuga á vængmanninum Adama Traore sem spilar með Middlesbrough.
Traore var á sínum tíma á mála hjá Barcelona áður en Aston Villa fékk hann í sínar raðir í ensku úrvalsdeildinni.
Traore hefur oft verið orðaður við stórlið en Chelsea var sagt hafa áhuga á honum síðasta sumar.
Traore má yfirgefa Middlesbrough fyrir 18 milljónir punda en hann kom þangað frá Villa fyrir tveimur árum.
Traore stóð sig virkilega vel undir stjórn Tony Pulis hjá Boro á síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk og lagði upp önnur tíu.