Ísland gerði víst nánast ekki neitt í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM í Rússlandi.
Þetta segir Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, en hann var ekki hrifinn af leikstíl Íslands í gær.
,,Það eina sem Ísland reyndi að gera var að verjast og sækja með innköstum. Þeir gerðu nánast ekki neitt,“ sagði Messi.
,,Við áttum verðskuldað að vinna en það eru þó jákvæðir hlutir þarna sem við getum tekið með okkur í næsta leik.“
,,Við erum auðvitað hundfúlir og svekktir. Það er ég sem ber ábyrgð á því að við höfum ekki fengið þrjú stig. Ég gat skorað úr vítinu.“