,,Ég hef ekki út á neitt að setja, það er allt upp á 10 hérna,“ sagði Rúrik Gíslason leikmaður íslenska landsliðsins í samtali við 433.is í dag.
Rúrik og félagar fengu frí á æfingu í gær en eru að æfa í dag áður en haldið verður til Moskvu síðar í dag. Fyrsti leikur liðsins er gegn Argentínu á laugardag.
Íslenska liðið fór í hjólaferð í miðbænum í gær en það kom fram í Mogunblaðinu í dag að það sprakk á hjólinu hjá kantmanninum knáa.
,,Það var frí í gær, það sprakk á hjólinu mínu. Sem betur fer voru með löggur sem hjóluðu fyrir aftan okkur, ein löggan var svo almennileg að lána mér hjól á leiðinni til baka.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.