West Ham United er að skoða tvo varnarmenn þessa stundina sem félagið vill fá í sumarglugganum.
Sky Sports greinir frá þessu í dag en Manuel Pellegrini tók við West Ham fyrr í mánuðinum og vill hann styrkja liðið vel fyrir næstu leiktíð.
Annar leikmaðurinn ber heitið Armando Izzo og er hann á mála hjá Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.
Izzo er hafsent og hefur leikið með Genoa í fjögur ár en er uppalinn hjá stórliði Napoli.
Þá vill West Ham einnig fá varnarmanninn Marlon Santos sem er samningsbundinn Barcelona.
Marlon eins og hann er kallaður kom til Barcelona árið 2017 frá Fluminese en var í láni hjá Nice á síðustu leiktíð.