Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————
Manchester City er að kaupa Riyad Mahrez á 75 milljónir punda. (Mail)
Jose Mourinho óttast að Manchester United hafi ekki efni á Gareth Bale ef Real Madrid vill 200 milljónir punda fyrir hann. (Mail)
Ryan Sessegnon verður áfram hjá Fulham sem er komið í ensku úrvalsdeildina. (Times)
Liverpool ætlar að reyna að kaupa Nabil Fekir frá Lyon á 60 milljónir punda. (Goal)
Manchester United hefur áhuga á Jack Grealish miðjumanni Aston Villa. (Sun)
Leicester hefur boðið Jamie Vardy nýjan samning. (Star)
Napoli hafnaði 39 milljóna punda tilboði í Jorginho frá Manchester City. (Mirror)
Luke Shaw gæti klárað samning sinn hjá Manchester United. (Mail)
Juventus er tilbúið að selja Gonzalo Higuain ef rétta tilboðið kemur í sumar. (Calcio)
Manchester City vill reyna að kaupa Kylian Mbappe í sumar. (MEN)
Newcastle getur fengið Martin Skrtel fyrrum varnarmann Liverpool. (Fotomac)