Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————
Manchester United er tilbúið að borga 200 milljónir punda fyrir Gareth Bale en hann óttast um leikstíl Jose Mourinho. (Sun)
United gæti fengið fría braut að Bale en Manchester City hefur ekki áhuga. (Guardian)
Liverpool ætlar að kaupa nýjan markvörð í sumar og eru Alisson og Jan Oblak á óskalista. (Mirror)
Liverpool skoðar stöðuna hjá Gianluigi Donnarumm markverði Liverpool. (La Repubblica)
Manchester City er tilbúið að reyna að kaupa Kylian Mbappe vegna þess að PSG er í vandræðum með fjármagnsreglur FIFA. (MEN)
RB Leipzig vill kaupa Ademola Lookman frá Everton. (Echo)
Manchester United er búið að bjóða 96 milljónir punda í Sergej Milinkovic-Savic miðjumann Lazio. (Metro)
Paul Pogba vill fara til Juventus. (Tuttuosport)