Aston Villa 0-1 Fulham
0-1 Tom Cairney(23′)
Fulham hefur tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á ný en liðið hafði betur gegn Aston Villa í kvöld.
Fulham vann úrslitaleikinn á Wembley með einu marki gegn engu en Tom Cairney skoraði sigurmark liðsins.
Fulham þekkir það vel að spila í efstu deild og var þar í mörg ár áður en liðið féll sumarið 2013.
Villa þarf hins vegar að bíða lengur eftir endurkomu í deild þeirra bestu en með liðinu leikur Birkir Bjarnason.
Villa var manni fleiri í leiknum frá 70. mínútu leiksins þegar Dennis Odoi fékk rautt spjald hjá Fulham en tókst ekki að jafna.
Birkir kom ekki við sögu í leiknum í kvöld.