Varnarmaðurinn Rhoys Wiggins hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir alvarleg meiðsli.
Þessi 30 ára gamli bakvörður meiddist illa í leik með Birmingham City árið 2016 og hefur aldrei náð að jafna sig almennilega.
Wiggins kom til Bournemouth upphaflega árið 2010 og samdi svo aftur við félagið árið 2016 eftir dvöl hjá Charlton og Sheffield Wednesday.
Wiggins var talinn efnilegur leikmaður á sínum tíma en hann er uppalinn hjá Crystal Palace.
Wiggins hefur verið að glíma við þrálát hnémeiðsli síðustu tvö ár og hefur ekki leikið síðan í byrjun tímabils 2016.