Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————
Pep Guardiola hefur áhuga á Matthijs de Ligt 18 ára varnarmanni Ajax. (Guardian)
Antonio Conte íhugar að taka sér frí frá fótbolta ef Chelsea rekur hann. (Telegraph)
Maurizio Sarri gæti tekið við Chelsea en hans lið Napoli ræðir við Carlo Ancelotti. (Sun)
Steven Gerrard vill fá Ben Woodburn á láni frá Liverpool. (Express)
Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í Anthony Martial en ekki frá Englandi. (MaiL)
AC Milan hefur áhuga á Alvaro Morata framherja Chelsea. (Sky)
Unai Emery mun lítið hafa að segja um leikmannakaup Arsenal. (Mirror)
Emery ætlar að byggja lið sitt upp í kringum Aaron Ramsey. (Sky)
Mikel Arteta mun fá nýjan samning hjá Manchester City eftir að hafa misst af starfinu hjá Arsenal. (Telegraph)
Barcelona telur að Antoine Griezmann muni komi í sumar frá Atletico Madrid. (Mundo)
Arsenal vill fá Jean Michael Seri miðjumann Nice. (Mail)
Besiktas hefur áhuga á Danny Welbeck framherja Arsenal. (Talksport)