Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————
Neymar hefur látið PSG vita að hann vilji fara til Real Madrid í sumar. (Goal)
Chelsea reynir að kaupa Robert Lewandowski frá FC Bayern. (Telegraph)
Manchester United vill fá Willian frá Chelsea í sumar. (Sky)
United er tilbúið að borga 53 milljónir punda fyrir Fred miðjumann Shaktar Donetsk. (Metro)
Tottenham vill fá Anthony Martial frá Manchester United í sumar. (Standard)
Marouane Fellaini er á óskalista AC Milan. (Sun)
Barcelona vill fá Reo Griffiths 17 ára leikmann Tottenham. (Star)
Manchester City býst við að fá Riyad Mahrez í sumar. (MEN)
Það mun taka tíma að ganga frá kaupum á Mahrez vegna peninga sem umboðsmenn vilja. (Mercury)
Tottenham nálgast kaup á Matthijs De Ligt miðverði Ajax. (Football London)
Slavisa Jokanovic stjóri Fulham kemur til greina sem næsti stjóri Chelsea. (Express)