Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, var ánægður með spilamennsku síns liðs í kvöld á köflum þrátt fyrir 3-2 tap gegn FH í dag.
,,Við töpuðum fyrir flottu og fínu fótboltaliði, það er svoleiðis, við töpuðum leiknum,“ sagði Óli Palli.
,,Við spiluðum illa í 10 mínútur í byrjun seinni hálfleiks og féllum of langt til baka og misstum dampinn, það eyðilagði leikinn fyrir okkur.“
,,Við spiluðum flottan fótbolta, ekki spurning. Það er augljóst mál að við þurfum að halda fókus og þora að halda betur í boltann.“