Antonio Conte, stjóri Chelsea, gat lítið sagt eftir 1-1 jafntefli liðsins í gær við Huddersfield heima.
Chelsea náði ekki í þrjú stig á Stamford Bridge en liðið var þó miklu sterkari aðilinn í leiknum. Huddersfield þurfti aðeins stig til að bjarga sér frá falli.
,,Við verðum að virða Huddersfield. Þeir byrjuðu þennan leik með eitt í huga, að taka stig,“ sagði Conte.
,,Þeir vildu verjast mjög aftarlega og ég hrósa þeim fyrir að ná úrslitunum. Við fengum tækifærin en tókum þau ekki.“
,,Ég vil óska Huddersfield til hamingju, leikmönnunum, stjóranum og félaginu.“
,,Það er erfitt að útskýra úrslitin í dag því við vorum 82 prósent með boltann, fengum mörg færi og fengum á okkur eitt mark úr skyndisókn.“