Huddersfield Town er nú öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í kvöld.
Chelsea þurfti helst á sigri að halda til að halda pressunni á Tottenham í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Leiknum lauk þó með 1-1 jafntefli og þarf Chelsea nú að treysta á að Brighton vinni Liverpool í síðustu umferð deildarinnar.
Tottenham tryggði Meistaradeildarsæti sitt í kvöld en liðið fékk Newcastle United í heimsókn.
Aðeins eitt mark var skorað en það gerði Harry Kane fyrir heimamenn og lyfti Tottenham í þriðja sæti deildarinnar.
Leicester City vann Arsenal 3-1 en Arsenal var manni færri frá 15. mínútu leiksins er Konstantinos Mavropanos fékk að líta beint rautt spjald.
Meistararnir í Manchester City voru þá ekki í vandræðum með Brighton og unnu þægilegan 3-1 sigur.
Chelsea 1-1 Huddersfield
0-1 Laurent Depoitre
1-1 Marcos Alonso
Tottenham 1-0 Newcastle
1-0 Harry Kane
Manchester City 3-1 Brighton
1-0 Danilo
1-1 Leonardo Ulloa
2-1 Bernardo Silva
3-1 Fernandinho
Leicester City 3-1 Arsenal
1-0 Kelechi Iheanacho
1-1 Pierre Emerick Aubameyang
2-1 Jamie Vardy (víti)
3-1 Riyad Mahrez