„Þetta var erfiður leikur en heilt yfir þá vorum við betra liðið og áttum sigurinn skilinn,“ sagði Jonathan Glenn, framherji Fylkis eftir 2-1 sigur liðsins gegn KA í dag.
Það voru þeir Emil Ásmundsson og Jonathan Glenn sem skoruðu mörk heimamanna í dag en Orri Sveinn Stefánsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í stöðunni 2-0 og lokatölur því 2-1 fyrir Fylki.
„Það var viðbúið að þeir myndu setja smá pressu á okkur undir lokin. Þeir voru að elta leikinn og settu marga menn fram en við náðum að halda út og fengum færi til þess að skora fleiri mörk en því miður þá tókst okkur ekki að nýta þau.“
„Það er frábært að vera kominn aftur til Íslands. Konan mín er héðan og hún er ánægð og þá er ég ánægður,“ sagði framherjinn.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.