Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace er að fá nýjan samning hjá félaginu en frá þessu greina enskir fjölmiðlar.
Hodgson tók við liðinu í upphafi tímabilsins eftir að Frank de Boer var látinn taka pokann sinn eftir einungis nokkra leiki í starfi.
Crystal Palace var stigalaust á botni deildarinnar þegar Hodgson tók við og þá hafði liðið ekki skorað mark í fyrstu leikjum sínum.
Stjórinn hefur hins vegar náð að snúa taflinu sér í vil og í dag situr Palace í ellefta sæti deildarinnar með 38 stig og er svo gott sem öruggt með sæti sitt í deildinni.
Palace ætlar að bjóða honum nýjan, tveggja ár samning en hann verður 71 árs í ágúst á þessu ári.