Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er lokaður en það er þó enn verið að ræða ýmis mál.
Hér má sjá það helsta í pakkanum í dag.
————
Arsenal hefur boðið Jack Wilshere betri samning en Wolves og Everton hafa áhuga. (Mirror)
Chelsea íhugar að ráða Julian Nagelsmann fyrir Antonio Conte. (Star)
Brendan Rodgers fær ekki að taka við Chelsea eftir meðferð hans á Charly Musonda sem er í láni hjá Celtic. (Telegraph)
Rui Faria aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Manchester United kemur til greina sem næsti stjóri Arsenal. (Sun)
Paulo Fonseca hefur hafnað því að taka við Everton og vill fá Arsenal starfið. (Express)
Arsene Wenger hefur hafnað PSG og vill taka við franska landsliðinu. (Star)
Wolves vill fá Jack Butland frá Stoke ef liðið fellur. (Express)
Marouane Fellaini vill lengri samning en það eina ár sem United er að bjóða honum. (ESPN)