Manchester City jafnaði met Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti West Ham.
City hefur verið í raun óstöðvandi í deildinni en liðið er með 19 stiga forskot á toppi deildarinnar.
West Ham átti ekki séns í þá bláu í dag en lærisveinar Pep Guardiola unnu sannfærandi 4-1 sigur.
City er nú búið að vinna 30 leiki og jafnaði met deildarinnar í sigrum en Chelsea vann 30 leiki tímabilið 2016/2017.
Það verður að teljast líklegt að City bæti það met enda ennþá þrír leikir til góða.