Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er byrjaður að æfa með félaginu á ný eftir meiðsli.
Gylfi meiddist í byrjun mars er Everton mætti Brighton og hefur ekkert spilað með liðinu síðan þá.
Gylfi er mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðs en nú styttist í það að Heimsmeistaramótið fari af stað.
Það eru góðar fréttir að Gylfi sé byrjaður að æfa eftir hnémeiðsli en ólíklegt er þó að hann spili meira á tímabilinu.
Allar líkur eru þó á því að okkar maður verði klár fyrir fyrsta leik gegn Argentínu á HM í sumar.