Wolves er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina án þess að spila, liðið á leik í dag.
Þetta var ljóst eftir að Fulham gerði jafntefli við Brentford á heimavelli í Championship deildinni í gær.
Wolves er sögufrægt félag en síðustu ár hafa verið erfið, félagið hefur hins vegar úr gríðarlegu fjármagni að spila. Það hefur skilað sér.
Jafnteflið hjá Fulham voru líka góð tíðindi fyrir Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff.
LIðið er nú í öðru sæti deildarinnar með 83 stig, stigi meira en Fulham og á leik til góða. Cardiff á fjóra leiki eftir.
Liðið var saman á hóteli og fagnaði vel þegar tíðindin bárust.
The Moment.#ThePackIsBack pic.twitter.com/yVbzv1Ptdq
— Wolves (@Wolves) April 14, 2018