Newcastle heldur áfram góðu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir en liðið tók á móti Arsenal í dag.
Gestirnir frá Lundúnum komust yfir með marki frá Alexandre Lacazette snemma leiks.
Það var hins vegar Ayoze Perez sem jafnaði fyrir gestina áður en fyrri hálfleikur var á enda.
Það var svo komið að Matt Ritchie í síðari hálfleik en hann tryggði Newcastle 2-1 sigur.
Newcastle er í tíunda sæti deildarinnar með 41 stig en Arsenal í því sjötta með 54 stig, aðeins tveimur stigum meira en Burnley.