Forráðamenn Barcelona hafa fengið grænt ljós frá borgaryfirvöldum að ráðast í breytingar á Nou Camp.
Völlurinn verður stækkaður úr 90 þúsund sætum í 105 þúsund sæti.
Þá verður loksins sett þak yfir völlinn en slíkt hefur ekki verið í gangi síðustu ár.
Breytingarnar munu kosta yfir 500 milljónir punda en félagið hefur lengi viljað ráðast í þær.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast en það ætti að verða á næstu mánuðum.
Myndir af breytingunum eru hér að neðan.