Gareth Bale kantmaður Real Madrid er að verða pirraður á stöðu sinni hjá félaginu en vill reyna að vera áfram í herbúðum stórliðsins.
Bale hefur misst sæti sitt sem lykilmaður í liðinu og fær ekki að byrja alla leiki.
Hann var meðal annars á bekknum í báðum leikjunum gegn PSG í Meistaradeildini og byrjaði á bekknum í fyrri leiknum gegn Juventus í Meistaradeidinni.
Bale fékk hins vegar að byrja síðari leikinn en þegar staðan var slæm í hálfleik ákvað Zinedine Zidane að kippa Bale af velli.
Isco, Lucas Vazquez og Marco Asensio virðast allir hafa meira straust frá Zidane. Möguleiki er á að Real Madrid reyni hreinlega að selja Bale í sumar til að fjármagna önnur kaup.