Liverpool þarf að fara afar illa af ráðum sínum ef liðið ætlar sér ekki a vera með í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Liverpool gekk frá Manchester City í fyrir leik liðanna í átta liða úrslitum í gær, leikið var á Anfield. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á tólftu mínútu leiksins, eftir mistök í varnarleik City hrökk boltinn til Roberto Firmino sem kom honum á Salah. Hinn sjóðheiti sóknarmaður lét ekki bjóða sér það tvisvar og setti boltann í netið.
Níu mínútum síðar var komið að Alex Oxlade-Chamberlain sem þrumaði knettinum í hornið fyrir utan teig. Geggjað mark frá enska miðjumanninum sem hefur stimplað sig hressilega inn í lið Liverpool. Það var síðan eftir rúman hálftíma sem Sadio Mané hlóð í þriðja markið og síðasta naglann i kistu City. Salah átti frábæra fyrirgjöf sem Mane skallaði framhjá Ederson í marki City.
City var ögn sterkari aðilinn í síðari hálfleik en lærisveinar Jurgen Klopp spiluðu agaðan varnarleik. Fyrir leik voru stuðningsmenn Liverpool með læti en þeir skemmdu rútu City með því að skjóta blysum í hana og kasta í hana öllu lauslegu.
Rútan er óökuhæf og hefur Liverpool sent frá sér yfirlýsingu og beðist afsökunar á atvikinu. Pep Guardiola var brjálaður fyrir leik og lét öryggisgæslu Liverpool heyra það.
UEFA hefur nú staðfest að sambandið rannsaki málið og ekki er útilokað að Liverpool fái sekt.
Uefa have confirmed that they are investigating the crowd disturbances at Anfield last night, centred around the Man City bus being hit by missles.
— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 5, 2018