Mino Raiola umboðsmaður Mario Balotelli segir að leikmaðurinn sé 88 milljóna punda virði.
Balotelli er án samnings í sumar en hann hefur ákveðið að yfirgefa Nice í Frakklandi.
Hann kom frítt til Nice fyrir tveimur árum frá Liveprool og hefur fundið taktinn.
Balotelli ku hafa þroskast talsvert og vesenið utan vallar hefur ekki verið neitt.
,,Mario er klár í að snúa aftur til Englands, hann hefur þroskast í einn af tíu bestu framherjum í heimi,“ sagði Raiola.
,,Hann er besti ítalski framherjinn og er 88 milljóna punda virði í dag. Hann fæst frítt og er því mjög eftirsóttur.“
Raiola segir að lið á Englandi, Ítalíu og Spáni hafi áhuga en hann hefur meðal annars verið orðaður við Juventus og Napoli.