Það er góð og gild ástæða fyrir því að Pep Guardiola stjóri Manchester City segur mikið traust á Gabriel Jesus.
Jesus kom til City í janúar árið 2017 og hefur síðan þá fengið stórt hlutverk. Oftar en ekki er hann í liðinu á kostnað Kun Aguero.
Jesus hefur spilað 32 leiki í ensku úrvalsdeildinni og á enn eftir að vera í tapliði.
City hefur unnið 27 af þessum 32 leikjum og gert fimm jafntefli.
Jesus er ungur og efnilegur framherji frá Brasilíu sem hentar vel í hugmyndafræði Pep Guardiola.
City fær 2,68 stig að meðaltali í leik með Jesus á vellinum.
Gabriel Jesus is yet to lose a Premier League game for @ManCity:
Played: 32
Won: 27
Drawn: 5
Lost: 0
Scored: 16 pic.twitter.com/Gox2FV3Xbc— Dugout (@Dugout) April 3, 2018