Elfsborg tók á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni gær en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna. Matthias Svanberg kom heimamönnum yfir snemma leiks en Viktor Prodell jafnaði metin fyrir Elfsborg stuttu síðar.
Það var svo Arnór Ingvi Traustason sem skoraði sigurmark leiksins á 24. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Malmö. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö í dag en var skipt af velli á 86. mínútu.
Það vakti athygli þegar Arnór fagnaði að hann tróð puttunum í eyru sín.
,,Þetta var fyrir mig, ég hef fengið mikla gagnrýni síðustu ár. Ég hef slökkt á því og hlusta á sjálfan mig,“ sagði Arnór Ingvi sem fann sig ekki hjá Rapíd Vín eða AEK Aþenu.
,,Núna er ég í standi og er með sjálfstraust, það hefur aukist eftir að ég kom til Malmö. Þetta er frábært“
,,Það er fólk sem gagnrýnir, ég þekki mig sjálfan og líka mitt fólk. Mitt fólk styður mig alltaf, ég hef slökkt á þessu og skutlað þessari gagnrýni í ruslið.“
Arnór er að berjast um sæti í HM hópi Íslands en góð frammistaða með Malmö ætti að tryggja það.